Tengiltvinn rafbílar

Rafbílar með varaáætlun.

Vertu í sambandi við einstök afköst.

Volvo-tengiltvinnbílar bjóða upp á fágaðri akstur án málamiðlana. Við höfum sameinað endurbættan rafmótor fyrir daglegan borgarakstur og afkastamikinn brunahreyfil fyrir lengri ferðir og aukið afl þegar þörf krefur.

Kyrrstæður Volvo XC60-tengiltvinnbíll úr fjarlægð í opnu, tómu innanhússrými.

Mikil drægni á rafmagni

Við viljum tryggja örugg og hnökralaus umskipti yfir í algjörlega rafknúinn akstur. Því hönnuðum við tengiltvinnbílana okkar þannig að þeir byðu upp á nægilega drægni á rafmagni til að uppfylla daglegar ferðaþarfir í innanbæjarakstri.

Afl eftir þörfum

Nýjustu aflrásirnar okkar bjóða upp á kraftmikinn og snurðulausan akstur ásamt þýðri og hljóðlátri hröðun. Öflug bensínvél eykur afkastagetuna enn meira og gefur þér hraða og kröftuga hröðun þegar þörf krefur.

Akstur með aðeins einu fótstigi

Akstur með einu fótstigi auðveldar þér akstur í umferð þar sem þarf stöðugt að stöðva og taka aftur af stað. Þannig getur þú aukið hraðann og hemlað án þess að gera nokkuð nema stíga á og af inngjöfinni. Bíllinn breytir síðan hreyfiorkunni sem myndast við hemlunina í rafhlöðuorku.

Kynntu þér úrval okkar af tengiltvinn rafbílum

Fimm stillingar fyrir aksturinn þinn.

Þú skiptir um akstursstillingu með einum hnappi. Rafmótorinn og bensínvélin eru hönnuð til að vinna saman í fullkomnu samræmi og skila þannig hnökralausum hybrid-akstri.

Pure

Rafvæddu daglegan akstur með því að aka í Pure-stillingu. Aksturinn verður mýkri og hljóðlátari og án nokkurs útblásturs.

Hybrid

Í hybrid-stillingu notar bíllinn bæði rafmótorinn og brunahreyfilinn. Þannig fást hámarksafköst, -rafmagnsdrægni, -sparneytni og -þægindi án nokkurrar fyrirhafnar.

Power

Skiptu yfir í Power-stillingu fyrir sportlegan akstur með snarpari hröðun. Rafmótorinn og bensínvélin vinna saman til að skila hámarksafköstum og stöðugleika í akstri.

AWD

Kveiktu á AWD-stillingu þegar ekið er í hálku eða þú ert með þungan farm í eftirdragi til að fá aukið grip og stöðugleika. Við höfum þróað öflugri rafmagnsmótor að aftan og bætt fjórhjóladrifseiginleikana svo að þú getir ekið af meira öryggi á vegum úti.

Off Road

Þú getur stillt á torfærustillingu fyrir erfiðar akstursaðstæður á hraða undir 40 km/klst. Hún auðveldar þér að hafa stjórn á bílnum með því að hámarka hröðun, stýrisviðbrögð og gírskiptingu með læstu fjórhjóladrifi og brekkuaðstoð. Þetta á aðeins við um XC-gerðir.

Tilbúinn um leið og þú

Tímasettu hleðslu tengiltvinnbílsins yfir nótt svo að hann sé tilbúinn morguninn eftir. Með nýja 6,4 kW tveggja fasa innbyggða hleðslubúnaðinum okkar* geta rafhlöður af næstu kynslóð náð fullri hleðslu á aðeins þremur tímum.

Forstillt þægindi

Þú velur loftræstingu í farþegarýminu á meðan rafhlaðan hleður sig og stígur beint inn í hárrétt hitastig að hleðslu lokinni. Forstilling hitastigs í hleðslu bætir líka afköst rafhlöðunnar í akstri.

Hlaðið á ferðinni

Endurheimt hemlaorku eykur sparneytni og drægni rafhlöðunnar. Við höfum hannað rafmótorana og öflugu rafhlöðurna okkar þannig að þú getir fengið aukahleðslu með orkunni sem myndast og geymist þegar þú hemlar.

Snjallari hleðsla. Hlaðið í hversdaginn.

Hliðarmynd af Volvo X60-tengiltvinnbíl í hleðslu í tómu innanhússrými.

Við viljum að hybrid-bíllinn þinn rími fullkomlega við daglegt líf þitt svo við höfum þróað ýmsa rafhlöðueiginleika til að gera hleðsluna einfaldari, sneggri og auðveldari. 

* Nota þarf þriggja fasa hleðslubúnað til að geta nýtt styttri hleðslutíma með nýja innbyggða hleðslubúnaðinum. Tölur yfir hleðslutíma eru til bráðabirgða og fengnar úr mati og útreikningum sem Volvo Cars framkvæmdi og því ekki hægt að ábyrgjast þær. Hafðu einnig í huga að hleðslutími kann að vera breytilegur og ræðst af þáttum á borð við hitastig utandyra, hitastig rafhlöðu, hleðslubúnað, ástand rafhlöðu og ástand bíls. Endanleg vottun ökutækis bíður staðfestingar.

* Nota þarf þriggja fasa hleðslubúnað til að geta nýtt styttri hleðslutíma með nýja innbyggða hleðslubúnaðinum. Tölur yfir hleðslutíma eru til bráðabirgða og fengnar úr mati og útreikningum sem Volvo Cars framkvæmdi og því ekki hægt að ábyrgjast þær. Hafðu einnig í huga að hleðslutími kann að vera breytilegur og ræðst af þáttum á borð við hitastig utandyra, hitastig rafhlöðu, hleðslubúnað, ástand rafhlöðu og ástand bíls. Endanleg vottun ökutækis bíður staðfestingar.

Hannaðir fyrir áreynslulausa skilvirkni.

Horft á hliðina á V90-tengiltvinnbíl í hleðslu fyrir utan fjallakofa í norrænum óbyggðum.

Minni útblástur úr púströri

Njóttu yfirvegaðri aksturs með samblandi af rafhlöðu með mikilli drægni og sparneytinni bensínvél sem skilar sér í minni koltvísýringsútblæstri en frá sambærilegum bensínknúnum bílum.

Undirbúðu ferðalagið fram undan

Í hybrid-stillingu stillirðu áfangastaðinn í leiðsögukerfinu þegar fara á lengri vegalengdir. Bíllinn notar þá bæði rafmótorinn og bensínvélina til að fara valda leið á sem allra sparneytnastan hátt.

Hagkvæm hleðsla

Stingdu í samband og tímasettu hleðslu yfir nótt heima hjá þér í gegnum Volvo Cars app. Þannig geturðu nýtt þér lægra orkuverð og dregið úr rekstrarkostnaði.

Séð aftan á Volvo EX90-rafbíl á ströndinni. Maður, hundur og tvö börn hlaupa í átt að sjónum.

Upplifðu akstur framtíðarinnar

Losaðu þig algjörlega við jarðefnaeldsneyti og uppgötvaðu betri, og algjörlega rafknúinn, akstur. Kynntu þér kosti Volvo-rafbíla.

Loftmynd sem sýnir skynjaratækni Volvo Cars greina gangandi vegfaranda á gangbraut.

Hannaðir með öryggi í huga

Volvo-bílar eru búnir einstökum öryggisnýjungum sem auka hugarró á vegum úti. Kynntu þér tæknina sem við höfum þróað til að tryggja öryggi þitt og þinna nánustu, sem og öryggi annarra vegfarenda.

Nærmynd af símaskjá sem sýnir ökumanni Volvo hleðslustöðu bílsins eins og hún birtist í Volvo Cars appinu.

Gerðu ferðalagið skilvirkara

Fullnýttu alla möguleika bílsins með þægilegum skjáum og stjórntækjum sem gera þér kleift að finna hleðslustöðvar, skipuleggja hleðslu, forstilla loftræstingu og fleira. Kynntu þér hvernig Volvo Cars appið getur létt þér lífið á vegum úti.

Hvað viltu vita um Volvo-tengiltvinnbíla?

Hafa hybrid-bílar mikla dráttargetu?

Volvo-tengiltvinnbílar bjóða upp á mikla dráttargetu, þökk sé kraftmiklu fjórhjóladrifi. Hámarksdráttargeta veltur á útfærslu og gerð Volvo-bílsins.

Þarf að hlaða hybrid-bíla?

Já, það þarf að hlaða alla hybrid-bíla en aðeins tengiltvinnbíla er hægt að hlaða á hleðslustöðvum heima við eða á vegum úti. Rafhlöður í mild hybrid- og full hybrid-bílum reiða sig á innri hleðslu með endurheimt hemlaorku. Fáðu frekari upplýsingar um hleðslu.

Henta hybrid-bílar til þess að aka lengri vegalengdir?

Volvo-tengiltvinnbílar eru hannaðir til að aka langar vegalengdir án þess að þú þurfir að hafa áhyggjur af drægni rafhlöðunnar. Tvöfaldur kraftur brunahreyfilsins og rafmótorsins tryggir aukna sparneytni og afköst á lengri ferðum.

Eru allir hybrid-bílar sjálfskiptir?

Allir tengiltvinnbílarnir okkar eru með sjálfskiptingu.

Hver er munurinn á mild hybrid-, full hybrid- og tengiltvinnbílum?

Mild hybrid-bílar eru með startmótor og rafal sem stuðla að aukinni sparneytni brunahreyfilsins, en þeir geta ekki gengið fyrir rafmagni eingöngu. Startmótorinn og rafallinn auka mýkt þegar tekið er af stað, hemlað eða hægt á bílnum, um leið og hemlaorku er hlaðið inn á litla, 48 volta rafhlöðu. Full hybrid-bílar mynda líka rafhlöðuorku með endurheimt hemlaorku, en rafhlaðan er öflugri. Þeir geta því gengið fyrir rafmagni skammar vegalengdir eða stutt við bensínvélina. Tengiltvinnbílarnir okkar eru með töluvert stærri 400 volta rafhlöðu og meiri afköstum, auk þess sem hægt er að stilla á mismunandi akstursstillingar. Það þýðir að akstursdrægni á rafmagni er enn meira og margir ökumenn geta ekið á rafmagni eingöngu. Tengiltvinnrafhlaðan er aðallega hlaðin með því að setja hana í samband við heima- eða almenningshleðslustöð. Þó er líka hægt að hlaða hana með endurheimt hemlaorku.