ÖRYGGI

Öryggi snýst um svo margt annað en að líma miða á vöru. Stefna Volvo Cars er að tryggja að hver einasti einstaklingur og hver einasti starfshópur innan fyrirtækisins leggi megináherslu á öryggið.

Þrír einstaklingar í vinnugöllum og með öryggisbúnað ræða saman.
Gömul mynd af tveimur mönnum sem standa við VOLVO-skilti.

„Fólk ekur bílum. Því er öryggi lykilatriði í allri okkar framleiðslu, nú og um ókomna tíð“

Gustaf Larson, einn stofnenda Volvo
Kona setur öryggisbelti á barn í bílsæti.

Öryggi er okkur í blóð borið

Við höfum verið leiðandi í öryggismálum í áratugi enda er það okkur í blóð borið og grundvallarþáttur í stefnu fyrirtækisins. Við höfum alltaf verið vörumerki sem leggur áherslu á manneskjuna.

Framtíð í fremstu röð í öryggismálum

Við leggjum áherslu á að búa bílana okkar öruggri og hugvitssamlegri tækni til að verja það sem er fólki dýrmætt. Nú höldum við inn í nýja tíma í öryggismálum á grunni arfleifðar okkar.

Mynd af tveimur bílum á vegi.

Árið 2007 settum við okkur þá framtíðarsýn sem gengur út á að enginn eigi að slasast alvarlega eða deyja í nýjum Volvo-bíl. Þessi sýn leiddi til áræðinna ákvarðana. Í dag höfum við uppfært framtíðarsýnina og hún er sú að útrýma árekstrum.

Maður skoðar árekstrarbrúðu og kona fylgist með álengdar.

Frá því að rannsóknardeild Volvo á sviði umferðarslysa var stofnuð árið 1970 höfum við rannsakað meira en 43,000 bíla sem lent hafa í árekstrum, þar sem um 72,000 manns komu við sögu. Þessar rannsóknir hafa skilað sér í mörgum mikilvægustu öryggiskerfum og öryggisbúnaði sem er að finna í bílum í dag.

Leiðandi nýjungar

Blátt öryggisbelti með áletruninni „SINCE 1959“ á sylgjunni.

Hugmyndir sem breyta heiminum eru oft þær umdeildastu. Við máttum þola gagnrýni og andstöðu þegar við kynntum til sögunnar þriggja punkta öryggisbeltið. Margt fólk var á þeirri skoðun að þessi nýja uppfinning myndi hefta frelsi þeirra. Síðan þá hefur það bjargað meira en milljón mannslífum.

Mynd af einstaklingi sem situr í ökumannssæti bíls.

Stuðningur þegar þú þarft mest á honum að halda

Öll teljum við okkur vera frambærilega ökumenn en um leið gerum við okkur grein fyrir því að jafnvel bestu ökumennirnir gera mistök. Af þeim sökum er næst á dagskrá hjá okkur að gera innanrýmisskynjara að staðalbúnaði í Volvo EX90, sem væntanlegur er á markað. Sá búnaður mun grípa inn í og veita þér stuðning þegar þú ert ekki í þínu besta standi.

Öryggisbúnaður Volvo Cars kemur til viðbótar öruggum akstri og honum er ekki ætlað að leyfa eða hvetja til einbeitingarleysis, gáleysis eða annars óöruggs eða ólöglegs aksturs. Þegar upp er staðið er ökumaðurinn alltaf ábyrgur fyrir því hvernig bílnum er stjórnað. Búnaður sem hér er lýst kann að vera aukabúnaður og framboð hans kann að vera breytilegt á milli landa.