ÖRYGGI
Safe Space-tæknin okkar, sem nær til allra öryggiseiginleikanna í Volvo-bílum, gerir þig öruggan og lætur þig finna til öryggis. Með blöndu af nýjum og snjöllum eiginleikum og tækni sem löngu hefur sannað sig er markmiðið okkar engir árekstrar.
Lidar
Framtíðarsýn okkar um að útrýma árekstrum liggur að baki framleiðslu Lidar og gervigreindarknúinnar ofurtölvu sem verður staðalbúnaður í næstu kynslóð rafbíla frá Volvo, EX90. Á þann hátt getum við sífellt bætt öryggisbúnað okkar með þráðlausum uppfærslum og með tíð og tíma innleitt sjálfvirkan akstur í bílana okkar.
Sjálfvirkur akstur
Næsta kynslóð bíla frá Volvo mun bjóða upp á öruggan alsjálfvirkan akstur og gera viðskiptavinum okkar þannig kleift að sinna öðrum hlutum á meðan til að spara tíma.
Ökumannsvöktunarkerfi
Þetta tveggja myndavélakerfi greinir þegar ökumaður er annars hugar, syfjaður eða jafnvel drukkinn. Kerfið virkjar öryggisviðbrögð og viðeigandi ráðstafanir, m.a. með því að draga úr hraða eða stöðva bílinn, til að tryggja öryggi þitt þegar á þarf að halda.
Farþegaskynjun
Farþegaskynjarakerfið er búið ratsjám sem greina allt farþegarýmið til að tryggja að barn eða gæludýr sé ekki óvart skilið eftir í bíl.
Ver þig í dag. Öryggisbúnaðurinn okkar getur komið í veg fyrir árekstur eða lágmarkað höggið ef ekki verður komist hjá árekstri.
Snjallkerfi gera þér kleift að komast hjá eða lágmarka högg við ákeyrslu á önnur ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk með hljóðmerkjum, sjónrænum merkjum og smávægilegum hemlunarviðvörunum. Ef árekstur er yfirvofandi getur bíllinn hemlað sjálfkrafa.
Ef þú ert að fara yfir akreinamerkingu án þess að nota stefnuljós getur bíllinn stýrt þér varlega aftur inn á akreinina. Ef með þarf færðu einnig viðvörun í gegnum titring í stýrinu.
Ef þú ekur yfir ystu akreinamerkingu á 65 km/klst. til 140 km/klst. grípur þetta kerfi inn í og stýrir þér aftur inn á veginn. Það getur einnig beitt hemlunum til að halda þér á veginum.
Þetta kerfi auðveldar þér að bakka út úr þröngu stæði með því að vara við ökutækjum sem nálgast og hemla til að koma í veg fyrir árekstur.
Þegar ökutæki ekur inn á blindsvæði eða nálgast hratt á akrein öðrum hvoru megin við bílinn gerir BLIS-kerfið þér viðvart með ljósi á vinstri eða hægri hliðarspegli og stýrir bílnum aftur inn á viðeigandi akrein.
Fjórar háskerpu myndavélar veita þér 360° sýn eins og fuglinn fljúgandi, svo hægt er að fara inn og út úr þröngu plássi full sjálfstrausts.
Hámarkshraðaþak
Volvo leggur mikla áherslu á þá hættu sem hraðakstur getur skapað og því hefur hámarkshraði allra bíla fyrirtækisins verið 180 km/klst. frá árinu 2020.
Öryggislykill
Öryggislykillinn gerir eigendum Volvo-bíla kleift að stilla hámarkshraða fyrir bílinn þegar hann er lánaður til vina, fjölskyldumeðlima eða óreyndari ökumanna, svo dæmi sé tekið.
Ef tengdur Volvo-bíll í þínu nágrenni greinir hálku á vegi eða er með blikkandi hættuljós færðu senda viðvörun um hvað fram undan liggur á ökumannsskjánum eða sjónlínuskjánum (aukabúnaður).
Við höfum lagt okkar að mörkum í þróun loftpúða með nýjungum á borð við loftpúða fyrir brjóstkassa og loftpúðatjöld. Bílarnir okkar eru búnir fjölda loftpúða sem verja farþega ef til áreksturs kemur.
Allar Recharge-gerðir
Öryggisbúnaður Volvo Cars kemur til viðbótar öruggum akstri og honum er ekki ætlað að leyfa eða hvetja til einbeitingarleysis, gáleysis eða annars óöruggs eða ólöglegs aksturs. Þegar upp er staðið er ökumaðurinn alltaf ábyrgur fyrir því hvernig bílnum er stjórnað. Búnaður sem hér er lýst kann að vera aukabúnaður og framboð hans kann að vera breytilegt á milli landa.